20.8.2007 | 15:36
Ha á ég bloggsíðu
já ég var sko alveg búin að gleyma því hehe það fer að vera komið ár síðan ég skrifaði hér síðast en já svona er þetta eintóm leti.. ennars er ekki mikið búið að gerast hjá mér síðan síast, nema það að jólin komu, svo komu áramótin 2006:2007, við fórum á þorrablót á ketilás með jóni bónda og fleirum, Dagný fór á skíðanámskeið sem náðist ekki að klárast frekar en fyrri ár þar sem snjórinn fer alltaf þegar að námskeiðin eru flautuð á vð hittum Jóku og william fullt um jól og áramót endalaust tekið á þvíí fótboltaspilinu sem mamma og pabbi gáfu Viktori í jólagjöf hehe, svo var það öskudagurinn þar sem Viktor var beinagrind og Dagný mjallhvít..ég byrjaði að vinna í Olís í febrúar, aðrahverja helgi.. svo var Lilli Villi (hamsturinn) keyptur 2 mars og lifir enn.. hann er ekki eins spennandi hjá krökkunum eins og fyrst.. Dagný byrjaði í sunnudagsskólanum og hefur fátt gert skemmtilegra og bíður spennt eftir að hann byrji aftur, við fórum í 1 fermingu hún var hjá Svövu Hrönn dóttir Bóa bróðir mömmu, fín veisla og Svava gullfalleg. Svo í lok apríl var Bandýmót hjá okkur "hjónakornunum" þar sem öll fyrirtæki í bænum fara í búninga og keppt er um 1 sætið, flottustu búningana, flottasta markið, grófasta leikmanninn og svol. rosalega gaman þetta var í 1 sinn sem Viktor og Dagný sjá út á hvað þetta gengur því mamma kom bara hingað og gisti og var með krakkana upp í íþróttahúsi.. við unnum auðvita mótið og vorum lið ársins það vantaði bara Jóku og Villa.. Svo í lok maí fórum við Heiðar suður að kaupa bíl Passat varð fyrir valinu.. hittum Gunnar Smára bróðir og þurftum að draga bílinn hans á verkstæði sem lookkaði ekki vel fyrir okkur þar sem það var líka passat hehe.. Svo í júní kom sjómannadagurinn og þar hittist öllu fjölskylda Heiðars í hádegis súpu þetta er orðinn árviss viðburður.. 17júní kom svo en það var ekkert rosalega mikið um að vera.. að vísu kastalar fyrir krakkana og ferðir með slökkviliðsbílunum og eh.. í lok júní var Viktor að keppa á Blönduósarmóti þar seduðu þeir í 8 sæti fyrir miðju.Mánaðarmótin júní, júlí fórum við í Munaðarnes í viku það var rosa fínt fórum 3 ferðir til Rvk hehe erum mikið að spá í að fá okkur bara íbúð í rvk næst , mamma og pabbi gistu í 2 nætur hjá okkur og vi fórum í Ólafsvík að heimsækja Hilmar afa, það er alltaf gaman að hitta hann.. svo var Nikurlásarmótið í fótbolta hér á Óló þar sem Viktor var að keppa þeir enduðu í 4 sæti töpuðu í hlutkesti á móti ÍA 18 Júlí fór Dagný Lára í aðgerð það var verið að taka stíflaðann fitukyrtil stóran og djúpan á kinninni á henni, það gekk eins og í sögu hún var bara eins og heima hjá sér þarna á FSA hehe algjör hetja.. svo var bara haft það rólegt,í lok júlí fór ég með krakkana í skyndi ákvörðunar ferð til Rvk þar sem Heiðar var að keppa við aftureldingu hehe hann varð ekki lítið hissa að sjá okkur, við enduðum svo öllu 4 á hótel Cabin 17860 fyrir 1 nótt maður gerir þetta nú ekki oft eða aldrei, síðan fórum aftur í munaðarnes 3 til 6 ágúst (versló) ég og krakkarnir skruppum svo á Vopnafjörð með mömmu í sveitina til Döggu og Péturs, krökkunum leiddist sko ekki þar, vildu ekki heim strax en við gistum bara 1 nótt, svo var farið á Króksmót þar VIktor var auðvita að keppa og lentu þeir í 7 eða 8 sæti af 16 liðum.. bara nokkuð gott hjá þeim Viktor skoraði 3 mörk.. Við fórum í grillveislu hjá Ragga og Ollu á Sigló eftir leik á laugardaginn geggjað stuð, krakkarnir gistu hjá Sibbu og Ragga þau voru að passa fyrir okkur, alveg frábært við komum heim til Sibbu um hálf 2 að lulla, fórum svo til Telmu og Agga að horfa á man utd leik sem þeir töpuðu.. Dagný og Jóhanna léku sér við Önnu Brynju, svo fórum við til Sibbu og Ragga aftur borðuðum grillmat og heim um 19:00 svo er ég komin aftur í sumarfrí þangað til á fimmtudaginn í næstuviku, þá er fríinu endalega lokið en þetta tekur víst allt enda eða er það ekki??? hætt í bili þangað til næst kv Júlía
Athugasemdir
Hva bara búið að blása lífi í síðuna.......
Sjáumst fljótlega Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:50
Bara hellingur búinn að gerast:)
Kvitt Petra
Petra (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.