29.2.2008 | 12:58
Tími á smá blogg
Heil og sæl hehe það er nú ekki mikið að frétta hér en ég reyni að henda eh inn, ég fór í Mæðró í gær og er í þessu líka fína formi fyrir utan Grindargliðnunina, legbotninn var mældur eins og alltaf og hann var 36,5 cm já ég er með stóra kúlu og stórt barn heldur Lilja sem kemur mér þó ekkert á óvart þar sem Viktor Freyr var 18 merkur og 56 cm og Dagný Lára var 16 merkur og 52 cm já svo fékk ég tíma í sónar til að staðfesta hvenar keisarinn á að vera, fer í sónarinn 6 mars kl 11:30 get sko ekki beðið er orðin svo spennt að REYNA að fá að vita kynið síðast þegar ég reyndi að kíkka í pakkann vildi það ekkert sýna sig snæeri bara rassinum í myndavélina, það er bara eins og Dagný hún sýndi sig sko ekki heldur en það kemur í ljós.. annars var Heiðar að fara á Akranes að keppa leikur hjá þeim kl 20 í kvöld þannig að hann verður ekki kominn heim fyrr en kl 3 í nótt eða eh, þannig að ég og Dagný verðum bara einar heima í dag og kvöld, þar sem Viktor fór til ömmu sinnar á Akureyri og verður um helgina. Það er líka komin spenna á heimilinu því í dag eru ekki nema 19 dagar þangað til krakkarnir fara til Spánar með mömmu og pabba, þannig að þið getið hugsað ykkur hvernig heimilisástandið er hehe þau verða í viku koma aftur aðfaranótt 27 mars, Viktor búinn að fá frí í skólanum í nokkradaga eftir páska. Jæja heyrumst seinna kv Júlía
Athugasemdir
Hæ sætu!! Vonandi hafið þið mæðgur það gott í kvöld, bara tvær í kotinu!
Við sendum okkar mönnum svo auðvitað góða strauma eftir 5 mínútur og næstu klst. ;) Þó svo mér heyrðist William ekkert ofboðslega bjartsýnn á að vinna þá, en þeir gera sitt besta.
En skil vel að systikinin séu orðin spennt...væri alveg til í smá sól núna ;)
Jæja..Logi að byrja og svo bandið hans bubba. Loksins e-d sem ég horfi á :)
Knús og kossar frá okkur 2 :)
Jóka (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.