20.3.2008 | 14:10
Mikil leti í gangi..
Aha ég er að farast úr leti þessa dagana og nenni engu er nú samt að reyna að myndast við að taka húsið í gegn svona fyrir fæðingu barnsins og heimkomu stóru krakkana minna, já þau eru á Spáni þessar elskur með mömmu og pabba, já Anna Klara og Co fóru líka en mamma varð 50 ára í gær (19 mars) til hamingju elsku mamma og njóttu ferðarinnar vel, kannski erfitt með barnabörnin með hehe en nei nei þau eru nú ekki svo erfið eða?? já það er söknuður í gangi hjá okkur Heiðari, þau eru svo LANGT í burtu þessar elskur ellt annað en ef þau væru bara á Akureyri en nei þau eru í örðu TÍMABELTI en þau koma heim eftir viku.. en annars er bara allt fínt að frétta Jóka og Villi eru í firðinum og var ég með Jóku í gær rúntuðum um allan bæinn þar til síminn hringdi og vitir menn var það ekki Esther skvís að bjóða okkur í heimsókn í skúffuköku, umm takk Esther fyrir mig kakan var æði, ég veit hvern ég læt baka næstu fyrir mig þar sem mín verður alltaf eins og skósóli Já ég fór í mæðraskoðun á fimmtudaginn (13 mars) þá komin 35 vikur og bara búin að þyngjast um 8 kg, mér finnst það nú ekki mikið, þegar ég gekk með Viktor þyngdist ég um 16 kg eð aeh svoleiðis og með Dagnýju um 12 kg, en kannski ég eigi nú eftir að þyngjast meira þar sem það eru 3 vikur eftir, já bara 3 vikur VÁ hvað þetta er fljótt að líða.. er búin að vera að þvo föt og reyna að hafa allt klárt sem ég vonandi klára fyrir 10 Apríl annars er ógeðslegt veður hér í þessum firði, verður spannandi að sjá hvort lágheiðin verði fær til að komast þangað á Laugardaginn, það er eh Góugleði hjá Ks/Leiftri.. maður verður nú að mæta á hana er það ekki? nennum samt ekki lönguleiðina, jæja ætla að horfa aðeins og tv áður en ég helli mér í tiltektina.. Júlía kveður..
p.s. hérna er mynd af Viktori og Dagnýju í Leifsstöð í gær rétt fyrir brottför
Athugasemdir
Njóttu þess að slappa af meðan þú getur.... styttist í óðfluga í að fjölgi á heimilinu enn meir.... þú sem ert NÝ orðin ólétt, úff hvað tíminn líður ;) Gangi ykkur vel
Kristín Margr. (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.