6.4.2008 | 13:29
Ekki gaman!!
Akureyrar ferðin sem varð að Hornbrekku veru, Já ég sem ætlaði til Akureyrar með Dagnýju í gær að versla, það byrjaði á því að ég fór með Dagnýju í íþróttahúsið í tíma hjá Lísu og byrjaði að fá þetta svimakast mitt sem byrjaði á föstudaginn, og ég gat nú varla staðið í lappirnar í íþróttasalnum og varð að setjast, Inga Hilda rak mig upp á Hornbrekku til að láta ATH blóðþrýstinginn áður en ég færi keyrandi inn á Ak, og vitir menn hann var svo hár að ég mátti ekki fara inneftir og varð að vera á Hornbrekku í 1 og hálfan klukkutíma í mælingu, það var líka mældur blóðsykurinn og þvægið var líka mælt en það tvennt var í lagi, fyrsta mæling á BÞ var 139/84 sem er mjög hátt þar sem ég er vön að vera 115 til 120/65, svo var beðið í 40 mín og tekið aftur þá hafði hann lækkað í 125/75 sem var gott því ég hafði bara legið og slappað af í millitíðinni en púlsinn var 96 í bæði skiptin þannig að hann er líka hár og vitir menn ég má ekkert gera nema sitja með tærnar upp í loft en hvernig er það hægt með 2 börn humm
en sviminn er enn til staðar, já og hausverkurinn og ógleði og með smá verki í kúlunni, annars er ég fín hehe vonum að barnið haldi sér inni þar til á fimmtudaginn
, jæja ætla að reyna að hafa það nice, Viktor er hjá Daníel og Dagný er niðri með Sigrúnu og er að fara með henni,Danna og Ómari á skíði á eftir og Heiðar er að vinna þannig að ég get nú haft það rólegt hiihii, annars á ég svo góðan og duglegan strák, hann fór með Dagnýju í sunnudagaskólann í morgun af því ég mátti ekki fara, Heiðar tók það ekki í mál.. Takk Viktor minn mamma elskar þig
og þig líka Dagný kiss og knús og bara 4 dagar eftir í fæðingu íha kv júlía
Athugasemdir
Já það munar nú aldeilis um það að eiga svona góð og stór börn. Reyndi svo bara að vera róleg.
Kv Eydís og bumbulíus
Eydís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:37
Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar
Inga Hilda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:11
Hæ elskan mín og innilega til hamingju með prinsessuna... Kíkka á þig við gott tækifæri... Orrinn minn er nebbla veikur og þá fer mar ekkert.... En knús á línuna Esther og G. Orri
Esther (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:56
Til hamingju með skvísuna .. vona að hún braggist vel og að þú hafir það gott!! Fékk reyndar vægt sjokk þegar ég vissi hvað hún var stór .. díses hvað þú ert heppinn að þurfa ekki að koma börnunum þínum út .. um .. híhí
Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.