28.4.2008 | 15:28
Koma svo þyngjast...
Já eins og fyrirsögnin gefur til kynna þarf eh á þessu heimili að þyngjast, já það er sko ekki ég :) heldur litla skvísan hún hefur nú ekki verið mikið að hafa fyrir því að næra sig, en er öll að koma til, var í vigtun áðan og er komin í 4250, já loksins búin að ná fæðingar þyngd
þannig ða hún má endilega halda svona áfram, ég mjólka lítið sem ekkert þannig að hún er aðalega á pela á daginn en brjósti á nóttunni, þá hefur tekist að safna forða yfir daginn
, svo er hún með sveppa sýkingu á rassinum og pullunni, en það er bara að vera duglegur að bera á hana sveppakrem.. annars er bara allt fínt að frétta, ég er orðin bara eldhress og fer að styttast í útihlaupin hee, svo var stóra barnið mitt hann Viktor að keppa á Andrés frá miðvikudegi til laugardags, hann stóð sig þvílíkt vel, hann er bara búinn að æfa gönguskíði í 2 mánuði, hann var í 15 sæti af 15 í hefðbundni aðferð á tímanum 8:00 og svo í frjálsri aðferð þar sem hann skautaði var hann í 14 sæti af 15 á tímanum 7:10, svo stolt af honum
, hann kom líka alltaf brosandi í mark þó hann hafi dottið úr skíðinu fyrri daginn og dottið við marklínuna seinni daginn
, við restin að fjölsk. vorum innfrá frá fimmtudegi til laugardags og fórum í fjallið að horfa, litla skvís fékk að fara með á föstud og laugard.. Dagný bíður spennt eftir Andrés á næsta ári því þá má hún keppa :) Annars fór ég í íþróttahúsið í morgun að horfa á Dagnýju því það vara síðasti íþróttatíminn á leikskólanum og máttu foreldrar koma að horfa, er búin að setja inn fullt af myndum á síðuna þeirra http://www.3prakkarar.barnaland.is.. bið að heilsa í bili kv Júlía
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.