21.5.2008 | 21:13
Komin heim..
Já þá erum við komin heim, með ekki skemmtilegar fréttir fyrir okkur, en Aníta Lind hitti barna augnlæknirinn á Þriðjudaginn og vorum við að vonast eftir betri fréttum.. en þannig er mál með vexti að hún er blind á vinstra auganu og verður það alla ævi
( ekki hægt að kenmna kallinum á Akureyri um þetta) en þetta er stór biti til að taka á.. en hún getur farið í aðgerð sem er kannski ekki þess virði því hún fær KANNSKI 10% sjón á augað og aðgerðin getur valdið blæðingu í auganu og hún gæti MISST augað og þyrfti þá gerfi auga svona ung
en hún gæti líka þurft annað auga seinna eftir mörg ár en maður veit aldrei og þetta gæti allt farið vel.. en annað við þessa aðgerð þá er mikil vinna við þetta því hún þyrfti að hafa lepp fyrir góða auganu í svona 2 tíma á dag í 8 ár og gleraugu og er það mikil vinna fyrir kannski enga sjón, en við elskum hana svo mikið
og vitum ekkert hvað við eigum að gera.. ef hún fer ekki í aðgerð núna getur hún þurft í aðgerð um kannski 7 ára til að láta rétta augað við, því það verður latt og getur dottið til hliðar og svona eins og er hjá blindu fólki og þá þarf að rétta augað við... Æji já þetta er erfitt og vitum við ekkert hvað á að gera í málinu en læknirinn hringir í okkur eftir kannski 2 vikur og verður hún og skurðlæknirinn þá búin að tala saman um þetta betur.. þar til næst kv Júlía og Aníta Lind prinsessa
Athugasemdir
Æjjj..nú væri gott að geta sagt bara hókus pókus og allt yrði í lagi!!
Vonum bara að tæknin verði orðin svo mikil að það verður hægt að laga þetta á no time eftir nokkur ár...það er sko aldrei að vita!! :)
Hlakka til að sjá ykkur á morgun og knúsa í kaf...ætla að fara að versla gjöf fyrir skvísuna. Kissssss og knús að austan
Jóka (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:30
Elska ykkur líka
Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.