Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2008 | 21:16
Klukk frá Síssu minni
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
- Úrval
- Strýta
- Olís
- Kristjánsbakarí- flokkstjóri og fl
4 bóímyndir sem mér líkar:
- MAMMA MÍA
- allar Disney
- GREASE
- Just Friends
4 staðir sem ég hef búið á:
- Heiðarlundur (AK)
- Ólafsvegur (ÓLF)
- Bylgjubyggð (ÓLF)
- Ægisgata (ÓLF) og margir aðrir
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Grey´s
- Nágrannar
- Ghost Whisperer
- Dagvaktin
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Kanarí
- Benidorm
- Denmark
- Reykjavík
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggsíður:
- barnaland.is
- mbl.is
- facebook.com
- visir.is
4 matarkyns sem ég held mest uppá:
- Kjúklingarétturinn minn
- folaldakjöt
- grillmatur
- lambahryggur og læri
4 bækur eða blöð sem ég les oft:
- Vikan
- Séð og Heyrt auðvita
- Skólabækur hjá börnunum
- DV
4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
- Manchester
- Spánn
- Reykjavík
- upp í rúmi
4 bloggarar sem ég klukka:
- Ólöf
- Rósa
- Esther
- Una
Bloggar | Breytt 30.10.2008 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 12:48
30 ára
Já kellan er orðin þrítug já þetta er alveg ótúlegt og alltof fljótt að líða, Aníta orðin 7 vikna og mér finnst eins og ég hafi átt þessa elsku í gær annars er voða lítið að frétta, fór í Hrísey í gær með Dagnýju Láru það var útskriftarferð á leikskólanum og svo í dag kl 14 er útskrift á Leikskólanum og kökur og leikritt hjá krökkunum, já hún er orðin svo stór, er að fara í skóla, svo er síðasti dagurinn hjá Viktori í skólanum í dag, þar sem hann og 50 aðrir krakkar eru að fara á Siglufjörð í næstu viku í fótboltaskóla hjá Grétari Rafni sem er í Bolton, það verður þvílík gleði.. jæja ætla að drídda mig í búðina þar sem mamma, pabbi og Hilmar Þór eru að koma á eftir, verð nú að gefa þeim eh eða er það ekki?? Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 21:13
Komin heim..
Bloggar | Breytt 22.5.2008 kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2008 | 14:34
Suður á mánudaginn
Bloggar | Breytt 18.5.2008 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 15:28
Koma svo þyngjast...
Bloggar | Breytt 17.5.2008 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 11:58
Kominn tími á smá blogg
já eins og flestir vita þá er komin lítil dama í fjölskylduna þannig að núna erum við fimm manna fjölskylda vá, já hún fæddist 10 Apríl kl 09:15 og var 4225gr eða 17 merkur og 53 cm, rosa bolla okkur heilsast bara vel, hún drekkur bara og sefur, ekki get ég kvartað yfir henni, en hún fer sko ekki sparlega með bleiurnar hehe ætli það séu ekki svona 5 kúkableiur á dag að meðaltali.. ég er að jafna mig í skurðinum og fórum við á stutta göngu í gær, hafði maður bara gott af því, var pínu þreytt um kvöldið en svaf svo vel í nótt að það er gleymt , annars fyrir þá sem ekki vita þá fór litla daman til augnlæknis 1 dags gömul, því hún fæddist með ský yfir vinstra auganu, hún á ða fara til augnlæknis aftur 4 vikna gömul, hlakka nú ekkert rosalega til , en ef þetta er enn þá sem að öllum líkindum verður,þurfum við að skella okkur til Reykjavíkur og þarf hún að fara í aðgerð til að skipta um himnuna á bak við augasteininn ef ég skildi doksann rétt.. vona bara að hún fái aðeins að eldast fyrst, samt er örugglega best að klára þetta dæmi... annars erum við að hugsa um að skíra 10 eða 11 maí, og þá að ég held á Akureyri heima hjá mömmu jæja verð að fara að sinna skvísunni læt í mér heyra aftur.. kv Júlía 3ja barna móðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 13:29
Ekki gaman!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2008 | 10:19
38 vikur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 14:10
Mikil leti í gangi..
Aha ég er að farast úr leti þessa dagana og nenni engu er nú samt að reyna að myndast við að taka húsið í gegn svona fyrir fæðingu barnsins og heimkomu stóru krakkana minna, já þau eru á Spáni þessar elskur með mömmu og pabba, já Anna Klara og Co fóru líka en mamma varð 50 ára í gær (19 mars) til hamingju elsku mamma og njóttu ferðarinnar vel, kannski erfitt með barnabörnin með hehe en nei nei þau eru nú ekki svo erfið eða?? já það er söknuður í gangi hjá okkur Heiðari, þau eru svo LANGT í burtu þessar elskur ellt annað en ef þau væru bara á Akureyri en nei þau eru í örðu TÍMABELTI en þau koma heim eftir viku.. en annars er bara allt fínt að frétta Jóka og Villi eru í firðinum og var ég með Jóku í gær rúntuðum um allan bæinn þar til síminn hringdi og vitir menn var það ekki Esther skvís að bjóða okkur í heimsókn í skúffuköku, umm takk Esther fyrir mig kakan var æði, ég veit hvern ég læt baka næstu fyrir mig þar sem mín verður alltaf eins og skósóli Já ég fór í mæðraskoðun á fimmtudaginn (13 mars) þá komin 35 vikur og bara búin að þyngjast um 8 kg, mér finnst það nú ekki mikið, þegar ég gekk með Viktor þyngdist ég um 16 kg eð aeh svoleiðis og með Dagnýju um 12 kg, en kannski ég eigi nú eftir að þyngjast meira þar sem það eru 3 vikur eftir, já bara 3 vikur VÁ hvað þetta er fljótt að líða.. er búin að vera að þvo föt og reyna að hafa allt klárt sem ég vonandi klára fyrir 10 Apríl annars er ógeðslegt veður hér í þessum firði, verður spannandi að sjá hvort lágheiðin verði fær til að komast þangað á Laugardaginn, það er eh Góugleði hjá Ks/Leiftri.. maður verður nú að mæta á hana er það ekki? nennum samt ekki lönguleiðina, jæja ætla að horfa aðeins og tv áður en ég helli mér í tiltektina.. Júlía kveður..
p.s. hérna er mynd af Viktori og Dagnýju í Leifsstöð í gær rétt fyrir brottför
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 12:58
Tími á smá blogg
Heil og sæl hehe það er nú ekki mikið að frétta hér en ég reyni að henda eh inn, ég fór í Mæðró í gær og er í þessu líka fína formi fyrir utan Grindargliðnunina, legbotninn var mældur eins og alltaf og hann var 36,5 cm já ég er með stóra kúlu og stórt barn heldur Lilja sem kemur mér þó ekkert á óvart þar sem Viktor Freyr var 18 merkur og 56 cm og Dagný Lára var 16 merkur og 52 cm já svo fékk ég tíma í sónar til að staðfesta hvenar keisarinn á að vera, fer í sónarinn 6 mars kl 11:30 get sko ekki beðið er orðin svo spennt að REYNA að fá að vita kynið síðast þegar ég reyndi að kíkka í pakkann vildi það ekkert sýna sig snæeri bara rassinum í myndavélina, það er bara eins og Dagný hún sýndi sig sko ekki heldur en það kemur í ljós.. annars var Heiðar að fara á Akranes að keppa leikur hjá þeim kl 20 í kvöld þannig að hann verður ekki kominn heim fyrr en kl 3 í nótt eða eh, þannig að ég og Dagný verðum bara einar heima í dag og kvöld, þar sem Viktor fór til ömmu sinnar á Akureyri og verður um helgina. Það er líka komin spenna á heimilinu því í dag eru ekki nema 19 dagar þangað til krakkarnir fara til Spánar með mömmu og pabba, þannig að þið getið hugsað ykkur hvernig heimilisástandið er hehe þau verða í viku koma aftur aðfaranótt 27 mars, Viktor búinn að fá frí í skólanum í nokkradaga eftir páska. Jæja heyrumst seinna kv Júlía
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)