Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2008 | 13:29
Um 50 dagar eftir
Já það eru rétt um 50 dagar eftir af meðgöngunni hjá mér, allir orðnir spenntir og mikið deilt um hvort þetta sé stelpa eða strákur Heiðar stendur fast á því að þetta sé stelpa en ég og krakkarnir segjum að þetta sé strákur hehe annars er erfitt að segja þar sem þessi meðganga hefur verið allt öðruvísi en hinar tvær, þannig að ég sagði við Dagnýju um daginn að ég hlyti að vera með hund í maganum og henni fannst það sko ekkert smá fyndið og var fljót að segja frá því á leikskólanum þvílík dúlla sem hún er... en Viktor er farin að æfa gönguskíði og gengum bara þokkalega, keppti á sínu 1 móti 17 febrúar hann var að vísu síðastur með tímann 8:59 þetta var næstum 1 km.. hann er nú bara búinn að fara á 10 æfingar ef það nær því, þannig að ég var rosa stolt af honum, Dagný fór svo í fyrsta tímann á svigskíðum í vetur og eins og hina tvo veturna hvarf snjórinn þegar hún var rétt að byrja, ætli hún klári nokkuð þetta blessaða námskeið, og ekki get ég farið með henni í lyftuna til að flýta fyrir þar sem ég er nú komin á steypinn svo er Heiðar í endalausri vinnu fer út kl 7 á morgnanna og er kominn heim kl 19 á kvöldin ef hann er þá kominn þá.. já svona verður vinnan hjá honum allavega fram að páskum, ég hinsvegar vinn ekkert þar sem það var sett stopp á mig 30 janúar, vegna GRINDAGLIÐNUNAR sem ég vissi ekki hvað var fyrr en á þessari meðgöngu já hún er sko ekki skemmtileg.. en þetta fer að verða búið.. jæja læt þetta gott heita í bili bless þar til næst hum hum veit nú ekki hvenar það verður en vonandi ekki langt þangað til, maður veit samt ekki hvort það sé eh að lesa þetta rugl þannig að .....
p.s hendi inn nokkrum bumbumyndum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 13:11
Fékk þetta sent frá mömmu
Hvað segja börnin um ástina ?
"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum,
en það er líka mikilvægt að Newcastle Utd gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.
"Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.
"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir,
en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra
og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo mikið.
Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára.
"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.
"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta
og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.
"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva
þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.
"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.
"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
glaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára.
"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...
ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.
"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.
"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.
"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar 7. ára.
"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára
"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði
samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.
"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir
að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar mig og verða skotnar í mér."
-Davíð 8. ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 19:29
KS/LEIFTUR Í 1 DEILD
já eins og fyrirsögnin gefur til kynna komst ks/leiftur í 1 deild í gær eftir 3:0 sigur á Völsungi bara geggjað... en á föstudaginn hélt Dagný Lára upp á 5 ára afmælið sitt en hún verður 5 á morgun.. hún bauð 16 krökkum og var mikið fjör og mikið gaman hehe en þótt ótrúlegt sé var bara lítill hávaði, eftir veisluna brunuðum við með krakkana til Akureyrar til múttu þar sem þau voru um helgina og þeim fannst nú ekki leiðinlegt get allavega ekki ímyndað mér það hihi.. svo vorum við komin heim aftur um 20:30 horfðum á tekin með Audda Blö og svo fór Heiddi til Kjartans að æfa eh atriði fyrir lokahófið.. og við fórum svo senmma í rúmið.. Laugardagurinn var svo bara skemmtilegur, nema ég ætlaði aldeilis að sofa út en guð vaknaði um 8:30 eins og vekjaraklukka arg það er ekki hægt að sofa út þegar maður má því heilinn er stilltur eftir klukkunni já svona er þetta en ég nennti nú ekki upp úr rúminu fyrr en um 9:30 svo henti ég mér í sturtu skutlaði Heidda í UÍÓ húsið kl 12:30 pantaði mér pitsu og skellti mér á leikinn með Esther, bara gaman leikurinn stóð í 2:0 fyrir okkur þegar Esther fer í vinnuna ég sagði við hana " þegar þú ferð skora þeir" hehe hvað haldið þið þegar hún er að labba bak við markið skorar ks/leiftur hehe og staðan 3:0 í leikslok mikið fagnað og mikið gaman.. eftir leikinn fórum vð Heiddi, Þorri, Gúa og Kristján Ragnar á Sigló.. við hjúin fórum til Agga og Telmu að taka okkur til.. strákarnir fóru svo til Svenna pabba Agga í partý en við stelpurnar bara í rólegheitum að taka oggur til enda þurftum við að setja upp andlitið og reyna að laga þetta skemmtilega hár mitt, en sem betur fer var Selma þarna konan hans Bjarka og hún reddað þessu svona líka flott jæja við fórum til pabba Agga í 10 mín og svo á Allan sem hófið var, maturinn var Snitur sem ég verð að segja að ég var ekkert voða spennt fyrir, en sörurnar og franska súkkulaðikakan uuummm.. já það er eh fyrir sælkerann mig hehe, en þetta var bara skemmtilegt lokahóf og skemmtum vð Gúa og Telma okkur vel amk.. fórum heim um kl 2:30 ég skutlaðist tvær ferðir þar sem ég var á bíl en ekki var það mikið mál þar sem það eru nú ekki langar vegaleingdir á Sigló frekar en hér á Ólafsfirði.. já Þorri var valinn leikmaður ársins enda átti hann það fullkomlega skilið, svo voru Árni Einar og Gabríel efnilegastir og Árni Einar fékk Nikulásarbikarinn já bara skemmtilegt hóf, við vorum svo að spjalla við Agga og Telmu fram á nótt og fórum að sofa um 4:30, já ég vaknaði svo í morgun um 8:30 hvað annað og gat lítið sofið eftir það, Heiðar var rekinn á fætur kl 12 og Guð hann var svo ónýtur og er enn, fangum okkur "morgunmat" og kvöddum þessar elskur já þau eru yndisleg.. pant gista hjá þeim aftur takk æðislega fyrir okkur, já við vorum nokkra tíma á heimleið það sem við þurftum að fara löngu leiðina því það var 10 til 15 cm snjór á lágheiðinni já er kominn vetur eða?? ekki hrifin af því, en Þorri keyrði til Akureyrar þar sem minn maður var ónýtur, ég tók við á Akureyri og sótti krakkana og brunaði á Óló, ég og Dagný fórum í afmæli til Rakelar og Heiðar upp í rúm, hann reys úr rekkju um 19:30 enda að farast úr hungri.. jæja best að láta Viktor lesa áður en að hann fer að sofa.. ble í bili Jules
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 14:00
Smá Blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 15:36
Ha á ég bloggsíðu
já ég var sko alveg búin að gleyma því hehe það fer að vera komið ár síðan ég skrifaði hér síðast en já svona er þetta eintóm leti.. ennars er ekki mikið búið að gerast hjá mér síðan síast, nema það að jólin komu, svo komu áramótin 2006:2007, við fórum á þorrablót á ketilás með jóni bónda og fleirum, Dagný fór á skíðanámskeið sem náðist ekki að klárast frekar en fyrri ár þar sem snjórinn fer alltaf þegar að námskeiðin eru flautuð á vð hittum Jóku og william fullt um jól og áramót endalaust tekið á þvíí fótboltaspilinu sem mamma og pabbi gáfu Viktori í jólagjöf hehe, svo var það öskudagurinn þar sem Viktor var beinagrind og Dagný mjallhvít..ég byrjaði að vinna í Olís í febrúar, aðrahverja helgi.. svo var Lilli Villi (hamsturinn) keyptur 2 mars og lifir enn.. hann er ekki eins spennandi hjá krökkunum eins og fyrst.. Dagný byrjaði í sunnudagsskólanum og hefur fátt gert skemmtilegra og bíður spennt eftir að hann byrji aftur, við fórum í 1 fermingu hún var hjá Svövu Hrönn dóttir Bóa bróðir mömmu, fín veisla og Svava gullfalleg. Svo í lok apríl var Bandýmót hjá okkur "hjónakornunum" þar sem öll fyrirtæki í bænum fara í búninga og keppt er um 1 sætið, flottustu búningana, flottasta markið, grófasta leikmanninn og svol. rosalega gaman þetta var í 1 sinn sem Viktor og Dagný sjá út á hvað þetta gengur því mamma kom bara hingað og gisti og var með krakkana upp í íþróttahúsi.. við unnum auðvita mótið og vorum lið ársins það vantaði bara Jóku og Villa.. Svo í lok maí fórum við Heiðar suður að kaupa bíl Passat varð fyrir valinu.. hittum Gunnar Smára bróðir og þurftum að draga bílinn hans á verkstæði sem lookkaði ekki vel fyrir okkur þar sem það var líka passat hehe.. Svo í júní kom sjómannadagurinn og þar hittist öllu fjölskylda Heiðars í hádegis súpu þetta er orðinn árviss viðburður.. 17júní kom svo en það var ekkert rosalega mikið um að vera.. að vísu kastalar fyrir krakkana og ferðir með slökkviliðsbílunum og eh.. í lok júní var Viktor að keppa á Blönduósarmóti þar seduðu þeir í 8 sæti fyrir miðju.Mánaðarmótin júní, júlí fórum við í Munaðarnes í viku það var rosa fínt fórum 3 ferðir til Rvk hehe erum mikið að spá í að fá okkur bara íbúð í rvk næst , mamma og pabbi gistu í 2 nætur hjá okkur og vi fórum í Ólafsvík að heimsækja Hilmar afa, það er alltaf gaman að hitta hann.. svo var Nikurlásarmótið í fótbolta hér á Óló þar sem Viktor var að keppa þeir enduðu í 4 sæti töpuðu í hlutkesti á móti ÍA 18 Júlí fór Dagný Lára í aðgerð það var verið að taka stíflaðann fitukyrtil stóran og djúpan á kinninni á henni, það gekk eins og í sögu hún var bara eins og heima hjá sér þarna á FSA hehe algjör hetja.. svo var bara haft það rólegt,í lok júlí fór ég með krakkana í skyndi ákvörðunar ferð til Rvk þar sem Heiðar var að keppa við aftureldingu hehe hann varð ekki lítið hissa að sjá okkur, við enduðum svo öllu 4 á hótel Cabin 17860 fyrir 1 nótt maður gerir þetta nú ekki oft eða aldrei, síðan fórum aftur í munaðarnes 3 til 6 ágúst (versló) ég og krakkarnir skruppum svo á Vopnafjörð með mömmu í sveitina til Döggu og Péturs, krökkunum leiddist sko ekki þar, vildu ekki heim strax en við gistum bara 1 nótt, svo var farið á Króksmót þar VIktor var auðvita að keppa og lentu þeir í 7 eða 8 sæti af 16 liðum.. bara nokkuð gott hjá þeim Viktor skoraði 3 mörk.. Við fórum í grillveislu hjá Ragga og Ollu á Sigló eftir leik á laugardaginn geggjað stuð, krakkarnir gistu hjá Sibbu og Ragga þau voru að passa fyrir okkur, alveg frábært við komum heim til Sibbu um hálf 2 að lulla, fórum svo til Telmu og Agga að horfa á man utd leik sem þeir töpuðu.. Dagný og Jóhanna léku sér við Önnu Brynju, svo fórum við til Sibbu og Ragga aftur borðuðum grillmat og heim um 19:00 svo er ég komin aftur í sumarfrí þangað til á fimmtudaginn í næstuviku, þá er fríinu endalega lokið en þetta tekur víst allt enda eða er það ekki??? hætt í bili þangað til næst kv Júlía
Bloggar | Breytt 23.8.2007 kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 18:30
Stolið frá Friðjóni bróðir :)
Vusisð þið?
Vusisð þið að skævmmat rsnaknón sem greð var af esksunm hsókláa þá sipkitr það ekki mlái í haðva röð sftiar í oðri eru, það enia sem spiktir mlái er að ftsryi suaftr oðinrss og stðísai suaftr onsðirs eru á rtuéum satð. Það sem er í mnnðijui guetr vierð saðtetst havr sem er og muðar guter smat liseð þteta án tdjelani vðraædna. Þteta er vngea þses að við lusem ekki hervn satf fryir sig hdleur lsuem við oiðrð í hiled.
Sælkpmai dnisgas í dag.
Jlúía
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2006 | 20:46
Blezzuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 15:09
Ekki dugleg að blogga
Hæ allir sem einn, ég var að prufa að henda inn lagi á bloggið mitt og vitir menn það bara tókst ég er svo klár setti audda inn kf nörd lagið það sem Dagný syngur það allan daginn.. annars var ég á árshátíð á Laugardagin í sjallanum, Jóhanna mín kom eins og kölluð úr borginni miklu, og Villi líka það má ekki gleyma þessari elsku, við Jóka fórum í búðir á Akureyri um hádegi og fram eftir degi svo fórum við í pottinn í stjörnusól með Þórönnu og Kollu, þær fóru að vísu í ljós gellurnar ég ætlaði nú ekki að fara að líta út eins og karfi þar sem ég verð nú rauð í framan af engu hehe.. en þetta var geggjað notó, svo var farið að ná í kallinn til Þorra þar sem hann var að drekka með Villa, við fórum til múttu og tókum okkur til og svo farið hoppað í sjallann, þetta var bara fínasta árshátíð og maturinn góður og skemmtiatriðin góð sérstaklega lsynigesturinn sem var Jóhannes í BÓNUS, já hann lét sjá sig á árshátíð Samkaupa hhe hhe, en við fórum heim á milli hálf þrjú og þrjú nenntum ekki meira,húkkuðum far hjá eh kalli frá Borganesi og hann keyrði okkur 4 heim voða góður maður.. ennars er lítíð að frétta við erum að fara í mat hjá Esther í kvöld, svo í mat hjá tengdó á morgun og svo er það punkturinn yfir I-ið það er HERRA NORÐURLAND á laugardaginn, já á tvö stk bræður í keppninni Gunnar og Hilmar, ég lifi náttúrlega í voninni að þeir taki þetta með trompi þessar elskur jæja yfir og út skvísan segir bless..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2006 | 16:02
prufa
Bloggar | Breytt 11.10.2006 kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006 | 14:04
Nýtt blogg :)
Bloggar | Breytt 11.10.2006 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)